Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar Yaris og Urban Cruiser

10.04.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 121 Yaris og Urban Cruiser bifreiðum vegna bilunnar í sætissleða. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2005 til 2010.

Við marg endurteknar stillingar á sætisstöðu getur gormur í sætissleða brotnað með þeim afleiðingum að stöðulæsing á sæti verður óörugg og getur sætið runnið til ef bíllinn lendir í árekstri.

Toyota mun senda bréf vegna þessarar innköllunar til hlutaðeigandi bifreiðareigendur.

TIL BAKA