Fara yfir á efnisvæði

Seinni eftirlitsferð Neytendastofu á Suðurnesi

14.04.2014

Neytendastofa gerði könnun í mars sl. á ástandi verðmerkinga hjá 86 fyrirtækjum á Suðurnesjum. Þessari könnun var svo fylgt eftir núna í byrjun apríl og skoðað ástand hjá þeim verslunum sem stofnunin hafði gert athugasemdir við eftir fyrri heimsókn. Niðurstaða könnunarinnar var að allar verslanirnar nema tvær höfðu bætt verðmerkingar sínar en það voru verslanirnar Húsasmiðjan Fitjum og bakaríið Hérastubbur Gerðavöllum.
Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort beita skuli þessar tvær verslanir sektum fyrir að virða að vettugi tilmæli og ábendingar Neytendastofu um að koma verðmerkingum í viðunandi horf.

Neytendastofa hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is.

TIL BAKA