Fara yfir á efnisvæði

Hagkaup innkallar barnaföt

15.04.2014

Fréttamynd

Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun á barnaflíkum frá Hagkaup. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í flíkunum eru of löng og geta valdið hættu á slysum. Hagkaup er að innkalla tvær flíkur lillabláar buxur af gerðinni Kids up, með lausum og löngum böndum í buxnastreng og úlpu í grænum felulitum af gerðinni Rebus með böndum sem hanga niður fyrir fald. Þá er einnig vakin athygli á úlpu frá Weather Report en þar þarf að fjarlægja rennilásatogara sem er of langur. Ekki er krafist innköllunar á úlpunni en boðið er upp á aðstoð fyrir þá sem þess óska við að fjarlægja bandið.

Um bönd í barnafatnaði gilda lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 og staðalinn ÍST EN 14682:2007.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa ofangreindar flíkur að snúa sér til Hagkaupa og skila þeim eða fjarlægja umrædd bönd.

TIL BAKA