Auðkennið Kvosin
16.04.2014
Neytendastofu barst kvörtun frá versluninni Kvosin yfir notkun Kvosin Downtown Hotel á auðkenninu Kvosin. Taldi félagið notkunina ólögmæta þar sem fyrirtækið hafi rekið Verslunina Kvosina og Café Kvosina síðan árið 2009, sem þekkist undir nafninu Kvosin í daglegu tali.
Að mati Neytendastofu er orðið Kvosin almennt orð sem skorti sérkenni og sé lýsandi fyrir staðsetningu fyrirtækjanna. Þá séu fyrirtækin ekki í samkeppni. Var það niðurstaða Neytendastofu að ekki sé hætta á ruglingi fyrir neytendur sem valdi því að þeir geti haft viðskipti við rangann aðila. Taldi stofnunin því ekki ástæðu til aðgerða í málinu.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.