Fara yfir á efnisvæði

Toyota á Íslandi innkallar Hilux og Rav4

16.04.2014

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi um innköllun á 31 Rav4 og 737 Hilux bifreiðum vegna bilunnar í leiðslu fyrir öryggispúða í stýri. Um er að ræða bifreiðar framleiddar á tímabilinu 2006 til 2007.

Sveigjanlegur flatur kapall í stýrissúlu sem í eru leiðslur til öryggispúða og rofa í stýrishjóli getur nuddast við hulstur sem er utanum hann. Við nuddið geta leiðslur í kaplinum rofnað og öryggispúðinn orðið óvirkur. Ef slit eða rof verður á leiðslu til öryggispúða kviknar gaumljós í mælaborði (sjá nánar í handbók bílsins).

Öllum eigendum þessara bíla verða send bréf þegar varahlutir verða tilbúnir og hægt er að gefa tíma á Toyota þjónustuverkstæði til viðgerðar.

Ef gaumljósið kviknar áður en bréfið berst eiganda og eða áður en tími fæst til viðgerðar eru eigendur hvattir til að snúa sér tafarlaust til næsta þjónustuverkstæðis Toyota.

TIL BAKA