Verslunin Rúm Gott sektuð fyrir ófullnægjandi verðmerkingar
Neytendastofa hefur sektað verslunina Rúm Gott í kjölfar könnunar stofnunarinnar á ástandi verðmerkinga í húsgagnaverslunum.
Starfsmaður Neytendastofu kannaði verðmerkingar í húsgagnaverslunum á höfuðborgarsvæðinu þar sem gerðar voru athugasemdir við verðmerkingar hjá Rúm Gott. Í kjölfarið beindi Neytendastofa þeim fyrirmælum að versluninni að lagfæra verðmerkingar sínar. Í skoðuninni voru kannaðar bæði verðmerkingar á húsgögnum og smávöru. Í síðari skoðun Neytendastofu kom í ljós að verslunin Rúm Gott hafði ekki farið að fyrirmælum Neytendastofu um að bæta verðmerkingar á smávöru í kjölfar fyrri skoðunar stofnunarinnar. Því hefur Neytendastofa nú lagt 50.000 kr. stjórnvaldssekt á fyrirtækið.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.