Fara yfir á efnisvæði

Auðkennið Atmo og lénið atmo.is

23.04.2014

Neytendastofu barst kvörtun frá Atmo ehf. yfir notkun Andrúm ehf. á auðkenninu Atmó og skráningu á léninu atmo.is.

Að mati Neytendastofu er orðið Atmó sérkennandi og hvorki lýsandi fyrir starfsemi Atmó né Andrúm. Leit Neytendastofa til þess að bæði fyrirtækin kæmu að markaðssetningu og sölu á íslenskri hönnun. Fyrirtækin starfi bæði í Reykjavík og eru því á sama markaðssvæði.

Taldi Neytendastofa notkun Andrúm á auðkenninu Atmó geta skapað rugling fyrir neytendur. Var Andrúm því bönnuð öll notkun á heitinu Atmo og léninu atmo.is.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér. 

TIL BAKA