Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Dyson AM04 og AM05 hiturum

05.05.2014

Fréttamynd

Dyson innkallar Dyson Hot og Dyson Hot+Cool (AM04 and AM05) hitara. Þetta á við um alla liti af ofangreindum hiturum. Þetta á ekki við Dyson’s Air Multiplier kæliviftur (AM01, AM02, AM03, AM06, AM07 og AM08). Ástæðan er sú að skammhlaup hefur orðið og kviknað hefur í fjórum hiturum.

Neytendastofa hvetur eigendur Dyson Hot og Dyson Hot+Cool (AM04 og AM05) hitara að taka tæki sín úr sambandi og hætta notkun þeirra.

Á Íslandi hefur einungis eitt slíkt tæki verið selt af Einari Faresveit & Co. Ef að fleiri tæki eru á landinu á að hafa samband við Dyson á vefslóðinni https://www.dysonrecall.com/en-GB/Info

Þar er slegið inn raðnúmer. Ef reynist þörf á viðgerð þá er fyllt út eyðublað og mun Dyson sjá um að sækja vöruna beint til viðkomandi og sjá um viðgerð hennar.

TIL BAKA