Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á Canon PowerShot SX50 myndavélum

19.05.2014

Fréttamynd

Neytendastofu barst tilkynning frá Nýherja hf., umboðsaðila Canon á Íslandi, þess efnis að skipta þarf um svokallaðan sjónglugga (viewfinder) á fáeinum Canon myndavélum af gerðinni PowerShot SX50 HS, framleiddar á tímabilinu 1. september og 15. nóvember 2013, með raðnúmer sem byrja á „69“,“70“ eða „71“ og eru með 1 sem sjötta tölustaf í raðnúmerinu.

Ástæða innköllunarinnar er sú að í gúmmírammanum á sjónglugganum (viewfinder) hefur fundist efnið „zinc bis“ sem getur verið ofnæmisvaldandi og valdi kláða á húð og í auga og í verstu tilfellum valdið skertri sjón í takmarkaðan tíma.

Neytendastofa hefur fengið upplýsingar um að alls hafi verið seldar 4 vélar hér á landi sem eiga við þessa innköllun hjá söluaðilum Nýherja hf, Reykjavík Foto og TRS á Selfossi. Nýherji mun hafa samband við ofangreinda eigendur og mun skipta út sjónglugganum.

Neytendastofa vill benda þeim sem gætu hafa keypt ofangreinda myndavél erlendis er boðið að hafa samband við Halldór Jón Garðarsson hjá Nýherja til að fá sjónglugganum skipt út fyrir nýjan.

TIL BAKA