Fara yfir á efnisvæði

Verðmerkingar í ísbúðum kannaðar

22.05.2014

Dagana 14. – 16. maí sl. gerði Neytendastofa  könnun á ástandi verðmerkinga í 19 ísbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Neytendastofa gerði athugasemdir við fjórar ísbúðir þar sem verðmerkingum var ábótavant og voru vörur í kælum sérstaklega illa verðmerktar en það var hjá Ísbúðinni Hagkaup Kringlunni, Ísbúðinni Smáralind, Ísbúðinni Háaleiti og Ísbúðinni Garðabæ. Þessari könnun verður fylgt eftir með annarri heimsókn á næstu misserum og kemur þá í ljós hvort rekstraaðilar ísbúðanna hafi farið eftir fyrirmælum stofnunarinnar og bætt verðmerkingar sínar. Hafi það ekki verið gert geta ísbúðirnar átt von á sektum.

Neytendastofa mun halda áfram að fylgja eftir sjálfsögðum rétti landsmanna og veita fyrirtækjum landsins nauðsynlegu aðhaldi sem skilar sér í formi góðrar og réttrar verðmerkingu vara.
Stofnunin hvetur neytendur til að vera á verði og koma ábendingum til skila í gegnum rafræna neytendastofu á vefslóðinni www.neytendastofa.is

TIL BAKA