Fara yfir á efnisvæði

66° Norður innkallar barnafatnað

23.05.2014

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá 66° Norður. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd og reimar í sjö barnaflíkum eru ekki í samræmi við lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 og staðalinn ÍST EN 14682:2007 um öryggi barnafatnaðar.

Bönd í hálsmáli barna yngri en 7 ára eru ekki leyfileg. Þá eru bönd í hálsmáli barna sjö til fjórtán ára leyfð innan ákveðinna marka. Auk þessa eru bönd í mitti leyfð innan ákveðinna marka en ekki er leyfilegt að hafa hangandi bönd/reimar neðan úr faldi á barnaflíkum sem ná niður fyrir klof.

Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa umræddan barnafatnað að snúa sér til verslana 66° Norður eða senda hann í pósti á saumastofu 66° Norður svo að hægt sé að gera viðeigandi lagfæringar.

TIL BAKA