Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 57 Hyundai

28.05.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf um innköllun á 57 Hyundai IX-35 bifreiðum, framleiddir 17. október 2011 til 8. júní 2012. Ástæða innköllunarinnar er sú að í einhverjum bifreiðum getur verið að beltastrekkjari virki ekki við bílstjórasæti og reynist svo vera verður skipt um beltastekkjara.

BL mun hafa samband við þá bifreiðareigendur sem þessi innköllun á við um.

TIL BAKA