Fara yfir á efnisvæði

Markaðssetning Sparnaðar bönnuð

03.06.2014

Neytendastofa hefur tekið ákvörðun um markaðssetningu Sparnaðar á viðbótarlífeyristryggingu í tilefni kvörtunar Allianz. Í samanburðarauglýsingu sem Sparnaður notaðist við í símasölu og hafði í einhverjum tilvikum sent neytendum í tölvupósti var borin saman viðbótarlífeyristrygging sem þýsku tryggingafélögin Bayern og Allianz bjóða hér á landi.

Í heildina var kvörtunin í níu liðum þar sem Allianz kvartaði yfir ósönnum fullyrðingum og villandi framsetningu á mismuni á kostnaði við þjónustu. Fullyrðingarnar snéri meðal annars að þýskri ríkisábyrgð og að öryggi og styrkur Bayern sé meiri en Allianz. Þá taldi Allianz einnig að framsetning Sparnaðar á samanburði iðgjaldakostnaðar, upphafskostnaðar og hagnaðarhlutdeildar væri villandi.

Neytendastofa taldi Sparnað, í sjö tilvikum af þeim níu sem kvartað var yfir, hafa brotið gegn góðum viðskiptaháttum ýmist gagnvart neytendum þar sem þeim væru veittar villandi upplýsingar eða gagnvart Allianz þar sem framsetning væri ósanngjörn og til þess fallin að hafa áhrif á eftirspurn.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér

 

TIL BAKA