Fara yfir á efnisvæði

Bönd í 17. júní blöðrum

14.06.2014

BlöðrurNú er þjóðhátíðardagurinn 17. júní skammt undan og hátíðarhöldin sem honum fylgja. Börnum er þessi dagur oft sérstakt tilhlökkunarefni enda jafnan ýmis skemmtun í boði til að gleðja þau. Svo þessi stund verði sem ánægjulegust er mikilvægt að hugað sé að öryggi barna.

Út um allan bæ um allt land má víðast hvar sjá blöðrur af ýmsum toga og eru álblöðrur þar einna mest áberandi. Á þær eru gjarnan sett gjafabönd sem stundum eru mjög sterk og næstum óslítanleg, jafnvel fyrir fullorðna. Blöðrurnar eru síðan afhentar börnum, oft eru þær bundnar við barnavagna eða úlnliði barna. Þetta getur skapað hættu fyrir ung börn, sér í lagi ef þau eru ekki undir stöðugu eftirliti fullorðinna.

Um leið má benda á að blöðrur, líkt og önnur leikföng, sem markaðssettar eru á Íslandi eiga að vera CE merktar og uppfylla ákvæði staðla og reglna sem um þær gilda.

Forráðamönnum barna er bent á að blöðrur ætti alls ekki binda við vöggu, rúm eða handleggi barna eða þar sem börn eru án stöðugs eftirlits.

Njótum 17. júní hátíðarinnar sem og annarra gleðidaga prýdda blöðrum, gleðilega hátíð

TIL BAKA