Ígló&Indí innkalla barnafatnað
10.07.2014
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Ígló&Indí. Ástæða innköllunarinnar er sú að bönd í tveimur barnaflíkum frá Ígló&Indí samræmast ekki lög nr. 134/1995, um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu og staðalinn ÍST EN 14682:2007 um öryggi barnafatnaðar.
Ígló&Indí býður öllum viðskiptavinum sínum sem keypt hafa umræddar flíkur að senda þær í verslanir þeirra til lagfæringa.
Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa umræddan barnafatnað að snúa sér til verslana Ígló&Indí svo að hægt sé að gera viðeigandi lagfæringar.
Nánari upplýsingar má finna á meðfylgjandi vefslóð: https://www.facebook.com/igloindi/photos/a.138784472814633.22679.136680149691732/908531502506589/?type=1&theater