Fara yfir á efnisvæði

Forpakkaðar vörur

16.07.2014

Viðskiptahættir hafa breyst mikið á síðustu árum og nú er mun algengara að vörur sem keyptar eru séu forpakkaðar en ekki vigtaðar að kaupanda viðstöddum. Neytendastofa hefur því aukið eftirlit með forpökkuðum vörum í stað þess að fylgjast nær eingöngu með mælitækjunum við framleiðslu, búðarkassa eða kjötborð verslana.

Forpakkaðar vörur frá 23 íslenskum framleiðendum voru kannaðar á vegum Neytendastofu árið 2013. Um er að ræða vörur sem seldar eru forpakkaðar, í stað þess að þær séu pakkaðar inn að kaupanda viðstöddum. Í langflestum tilfellum var farið í verslanir og vörurnar vigtaðar en í einhverjum tilvikum var farið beint til framleiðanda.

Niðurstöðurnar urða þær að af 37 vörutegundum féllu 5, eða tæp 14%. Vörutegundirnar féllu ýmist á því að meðalþyngd þeirra reyndist neðan við leyfilegt gildi eða of margar pakkningar mældust undir leyfilegu einföldu fráviki. Ástæður fyrir vali vörutegunda til prófunar voru ýmist kvartanir frá neytendum eða handahófskennt úrtak meðal innlendra framleiðenda. Eins var reynt að fylgja eftir vörum sem áður höfðu verið prófaðar og voru þá á mörkum þess að falla.

TIL BAKA