Fara yfir á efnisvæði

Misjöfn söluþóknun fasteignasala

24.07.2014

Neytendastofu vill benda neytendum á að athuga og bera saman kostnað sem þarf að greiða fasteingasölum við sölu íbúðarhúsnæðis en hann getur verið breytilegur milli fasteignasala.

Miða við niðurstöður könnunar Neytendastofu er mikill munur á söluþóknunin á milli fasteignasala. Algengasta söluþóknunin fyrir einkasölu er á bilinu 1,7-1,95% en þóknunin er frá 0,1% og upp í 2,95%. Fyrir almenna sölu er algengasta þóknunin á bilinu 2-2,5% en þóknunin er frá 0,1% til 3,5%. Þessar þóknanir eru flestallar án virðisaukaskatts en þjónusta fasteignasala ber 25,5% virðisaukaskatt. Söluþóknun er stundum sett upp á verðbili sem getur munað 0,5-1 prósentustigi og því virðist þóknunin vera umsemjanleg upp að vissu marki. Aðeins tvær fasteignasölur tóku fasta fjárhæð í söluþóknun fyrir einkasölu en ekki prósentuhlutfall af söluverði. Einnig þarf að hafa í huga hvort að fasteignasalan taki þóknun þó að eignin seljist ekki eða hætt sé við sölu. Neytendastofu hvetur því fólk sem er að huga að sölu fasteigna að athuga vel allan kostnað.

Þó svo að þetta séu niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var árið 2013 þá er ljóst að það er munur á söluþóknun fasteignasala og því hvetur Neytendastofa fólk að athuga vel allan kostnað.

TIL BAKA