Fara yfir á efnisvæði

Auglýsingar Símans um stærsta farsímanetið villandi

30.07.2014

Vodafone kvartaði til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar Símans sem bar yfirskriftina „Segjum sögur“en í henni komu fram fullyrðingar um að Síminn væri með stærsta farsímanet landsins. Vodafone taldi að auglýsingarnar væru villandi þar sem engar sönnur hafi verið færðar á fullyrðingunni. Síminn hafnaði því að auglýsingarnar væru villandi eða blekkjandi þar sem farsímanet fyrirtækisins samanstandi af dreifikerfum fyrir GSM (2G net), UTMS (3G net) og LTE (4G net) og því þurfi að líta til heildarinnar sem gerir það að verkum að net Símans sé stærst.

Neytendastofa taldi að þar sem í auglýsingunum kæmi ekki fram hvað átt væri við með með stærsta farsímanetinu það er hvort átt væri við stærsta þjónustusvæðið eða stærsta net þjónustukerfa með flestum sendum, væru auglýsingarnar villandi. Bæði stærð þjónustusvæðis og stærð dreifinets, geta haft áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti þar sem hvort tveggja getur haft áhrif á þá þjónustu sem þeir njóta. Því þarf að koma skýrt fram hvað átt sé við með stærð farsímanets það er hvort um sé að ræða stærð þjónustusvæðið eða stærð dreifinets og fjölda senda.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni lesa hér.

TIL BAKA