Fara yfir á efnisvæði

BL ehf. innkallar 428 Nissan bifreiðar

31.07.2014

FréttamyndBL ehf. mun eins fljótt og auðið er innkalla, með bréfi, á alla skráða eigendur 428 Nissan bíla af gerðunum Almera, Navara, X-Trail, Patrol og Terrano af árgerðum 2000 - 2003.

Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í loftpúða bílanna farþegamegin. Bilunin lýsir sér í því að loftpúðinn kann að losna frá sæti loftpúðans vegna yfirþrýstings í hvellhettu.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í þjónustuveri BL ehf.

TIL BAKA