Auglýsingar Skeljungs hf. „ókeypis þjónusta“
Olís kvartaði til Neytendastofu yfir auglýsingum Skeljungs hf. sem varða ókeypis þjónustu á bensínstöðvum Shell. Auglýsingarnar voru birtar um nokkurt skeið í strætisvagnaskýlum á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Olís benti á að þjónustan sé ekki ókeypis enda þurfi að greiða sama verð fyrir eldsneyti og í sjálfsafgreiðslu. Þjónustan væri því ekki ókeypis. Auk þess sé þjónustan ekki í boði á öllum stöðvum Shell og þjónustutíminn takmarkaður.
Að mati Neytendastofu verður ekki fallist á það að orðalag auglýsinga Skeljungs gefi í skyn að þjónustan sé veitt á öllum bensínstöðvum Shell. Hins vegar færði Skeljungur ekki sönnur á fullyrðinguna um ókeypis þjónustu og fullyrðingin því brot á lögum.
Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.