Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa sektar Nettó

05.08.2014

Neytendastofa hefur lagt 750.000 kr. stjórnvaldssekt á Samkaup hf. rekstraraðila Nettó vegna tilboðs á bókum. Fyrir jól kynnti Nettó ýmsar bækur á tilboðsverði. Neytendastofa fór fram á að fyrirtækið sannaði að bækurnar hafi verið seldar á því verði sem auglýst var sem fyrra verð eins og reglur um útsölur gera kröfu um. Ástæður þess að verð bókanna hækkaði samkvæmt Nettó væri að villa læddist í verðlista verslananna sem leiddi til hækkunar hvort tveggja á „útsöluverði“ og „verði m/afslætti“. Við innkaup á bókunum fékk Nettó rangar stofnupplýsingar á heildsöluveðri bóka sem verslunin kaupir inn af. Þannig hafi sá afsláttur sem Nettó fékk við innkaup bókanna frá Bókafélaginu frá svokölluðu „útsöluverði“ reiknast inn í „Heildsöluverð án vsk.“. Þegar mistökin uppgötvuðust þá hafi Nettó leiðrétt mistökin í verslunum sínum í Mjódd og á Granda með nýjum verðlistum og auglýsti bækur til sölu í blöðum á nýjan leik. Þannig hafi „útsöluverð“ og „verð m/afslætti“ verið leiðrétt.

Nettó gat þó ekki lagt fram nein gögn til stuðnings því að bækurnar hafi verið seldar á tilgreindu „útsöluverði“ hvorki fyrir, né eftir að mistökin voru leiðrétt.

Það er bannað að bjóða vörur á lækkuðu verði hafi þær ekki verið seldar á tilgreindu fyrra verði. Útsölu eða tilboðsverð, þar sem selt er á lækkuðu verði, má því aðeins auglýsa eða tilkynna að um raunverulega verðlækkun sé að ræða.

Hægt er að lesa ákvörðun Neytendastofu hér.

TIL BAKA