Fara yfir á efnisvæði

Innköllun á uppblásnum heitum pottum í Húsasmiðjunni

11.08.2014

Fréttamynd

Á grundvelli ábendingar frá Neytendastofu hefur Húsasmiðjan innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational Products (ORPC) B-110, B-091 og B-132. Ástæða innköllunarinnar eru sú að alvarleg hætta getur skapast af notkun þeirra. Húsasmiðjan biður þá viðskiptavini sem keypt hafa fyrrnefnda potta að skila þeim í næstu verslun Húsasmiðjunnar við fyrsta tækifæri.

Sölutímabil var frá júní 2012 til dagsins í dag. Pottunum má skila í öllum verslunum Húsasmiðjunnar og fá endurgreitt gegn framvísun nótu.

Nánari upplýsingar má finna á www.husa.is eða í síma 525-3240.

TIL BAKA