Fara yfir á efnisvæði

Byko innkallar heita potta

14.08.2014

Fréttamynd

Í kjölfar ábendingar frá Neytendastofu hefur Byko innkallað uppblásna heita potta af gerðinni Mspa – Oriental Recreational. Týpan sem Byko er að innkalla er B-140B, vörunúmer Byko: 88012360, og voru seldir árið 2010. Húsasmiðjan og Bauhaus hafa í vikunni einnig innkallað sambærilega heita potta frá sama framleiðanda.

Ástæða innköllunarinnar er hætta á raflosti og drukknun.

Viðskiptavinir sem eiga potta sem innköllunin nær til eru beðnir um að hafa samband við Byko.

TIL BAKA