Fara yfir á efnisvæði

Neytendastofa vekur athygli á innkölluðum örbylgjuofnum hjá ELKO

21.08.2014

Fréttamynd

Neytendastofa vekur athygli á innkölluðum örbylgjuofnum hjá ELKO. Örbylgjuofnarnir sem hér um ræðir voru seldir í verslunum ELKO undir vörumerkinu Hitachi, vörunúmer CJAL28 á árunum 2008 og 2009. Hér á landi hafa 19 örbylgjuofnar verið seldir.

 

Ástæða innköllunarinnar er sú að tvö tilfelli hafa komið upp, utan Skandinavíu, þar sem ofhitnun hefur átt sér stað og ollið eldsvoða. ELKO mun afhenda viðskipta vinum sínum sambærilegan örbylgjuofn (Logik L23CS13E) þeim að kostnaðarlausu.

 

ELKO hefur sent skráðum kaupendum bréf með leiðbeiningum um það hvernig eigi að bera sig að við skil á vörunni. Kaupendur eru vinsamlegast beðnir um að afhenda hina gölluðu vöru í næstu ELKO verslun.

TIL BAKA