Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 69 Renault bifreiðar

26.08.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Renault Clio IV bifreiðum af árgerðum 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í bremsuslöngu sem getur nuddast og gormafesting í bremsuborðum að aftan sem getur losnað. Ekki er, svo vitað sé, um neitt tilfelli hér á landi að ræða.

Í tilkynningunni kemur fram að BL mun eins fljótt og auðið er senda bréf á alla skráða eigendur 69 Renault bíla af gerðinni Clio IV.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í þjónustuveri BL ehf.

TIL BAKA