Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar BMW

26.08.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 223 BMW bifreiðum af gerðinni 3 lína (E46) árgerð 1998-2005. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í gashylki öryggisloftpúða farþegamegin sem valdið getur auknum þrýstingi á loftpúðann ef hann virkjast.

Í tilkynningunni kemur fram að BL ehf. mun eins fljótt og auðið er senda bréf á alla skráða eigendur 225 BMW bíla af gerðinni 3 lína (E46) af árgerðum 1998-2005.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í þjónustuveri BL ehf. í síma 525 8000. 

TIL BAKA