Fara yfir á efnisvæði

Ítrekun - 145 heitir pottar enn í notkun

29.08.2014

Fréttamynd

Neytendastofa vill ítreka fyrir neytendum sem eiga uppblásna heita potta frá Mspa – Oriental Recreational að taka þá strax úr sambandi og skila til viðeigandi söluaðila. Enn er ekki búið að skila 145 heitum pottum en mikilvægt er að viðskiptavinir sem eiga slíka potta bregðist við hið fyrsta í ljósi hættunnar sem kann að stafa af þeim. Þær verslanir sem hér um ræðir eru Bauhaus, Byko og Húsasmiðjan. Vitað er um tvö slys sem hafa orðið í Evrópu. Hætta er á raflosti og drukknun þar sem vatnið í pottinum getur komist í beina snertingu við hita element sem er tengt aðal aflgjafanum. Hægt er að sjá hvaða tegundir potta er um að ræða á heimasíðu Neytendastofu.

Þeir viðskiptavinir Byko, Húsasmiðjunnar og Bauhaus, sem enn hafa ekki skilað sínum pottum, eru vinsamlegast beðnir að snúa sér til þeirra vegna málsins.

TIL BAKA