Snilldarbörn innkalla hettupeysur.
01.09.2014
Neytendastofa vekur athygli á innköllun á barnafatnaði frá Snilldarbörnum. Um er að ræða tvær tegundir af hettupeysum. Önnur er af gerðinni Disney með mynd af Mikka mús og hin er af gerðinni Spunky kids og var seld í setti með buxum. Ástæða innköllunarinnar er sú að böndin í hettunum eru ekki í samræmi við lög um öryggi vöru og opinbera markaðsgæslu nr. 134/1995 og staðalinn ÍST EN 14682:2007 Öryggi barnafatnaðar - Bönd og reimar í barnafatnaði - Forskriftir. Bönd í hálsmáli barna yngri en 7 ára eru ekki leyfileg vegna hættu á kyrkingu.
Neytendastofa hvetur þá sem keypt hafa ofangreindar flíkur að snúa sér til Snilldarbarna eða fjarlægja böndin úr hettunum.