Fara yfir á efnisvæði

Norrænt átak gegn óréttmætum áskriftarsamningum á Netinu

03.09.2014

Norrænir umboðsmenn sem jafnframt eru forstjórar neytendastofnana hafa ákveðið að taka höndum saman og vinna gegn óréttmætum áskriftarsamningum á Netinu. Á fundi sem fram fór í Kaupmannahöfn hafa forstjórarnir einnig ákveðið að auka alþjóðlegt samstarf til að vinna gegn þessum brotum gagnvart neytendum, segir í sameiginlegri fréttatilkynningu þeirra frá fundinum.

Sífellt berast fleiri kvartanir til neytendaeftirlitsins vegna óréttmætra áskriftarsamninga og ólöglegrar símasölu til neytenda. Telja forstjórarnir því mikilvægt að auka samstarf norrænna neytendastofnana til að vinna gegn svindli gagnvart neytendum á Netinu.

Forstjórarnir og umboðsmenn neytenda leggja m.a. til eftirfarandi: 

  • Það verði mögulegt að loka aðgangi að ólöglegum heimasíðum með hraði og án tafar
  • Unnt verði að óska eftir því við bankastofnanir að þeir stöðvi án tafar óréttmætar inngreiðslur á reikninga slíkra aðila
  • Eftirlit með lögum yfir landamæri verði aukið verulega, t.d. með því að auka til mikilla muna skipti á upplýsingum á milli hinna norrænu eftirlitsstofnana og einnig alþjóðlega.
Ályktun forstjóranna er svo hljóðandi:

”Við höfum miklar áhyggjur af þróun mála, þar sem sífellt fleiri neytendur flækjast inn í óréttmæta áskriftarsamninga. Þetta er sífellt vaxandi vandamál í öllum norrænum ríkjum og þess vegna viljum við setja þessi mál í forgang og vinna bug á þeim”.

”Að svo stöddu er ljóst að neytendastofnunum vantar betri verkfæri til að þess að þau geti gripið inn í mál sem varða óréttmætar áskriftir á Netinu. Fyrirtækin sem standa að baki slíku svindli eru oft alþjóðleg eða stunda markaðsfærslu á alþjóðavísu í gegnum samfélagsmiðla, en einnig í gegnum leitarvélar. Af þessari ástæðu höfum við einnig ákveðið að auka samstarf okkar við systurstjórnvöld á sviði neytendamála sem starfa utan Evrópusambandsins til þess að hægt sé að fá nauðsynlegar upplýsingar vegna eftirlitsins”.

Hvað eru áskriftarsamningar sem hér um ræðir?
  • Dæmigert er að neytendur séu lokkaðir með ókeypis gjöfum eða annars konar vinningum t.d. ef þeir taka þátt í að svara spurningum á Netinu eða taka þátt í spilakeppni, eða þess háttar
  • Algengt er látið sé líta út fyrir að þekkt vörumerki standi að baki spurningaleiksins eða keppninnar, þó svo að þetta sé þeim alveg óviðkomandi,
  • Dæmigert er að neytandinn eigi að greiða tiltölulega lága fjárhæð vegna sendingarkostnaðar til að fá gjöfina senda, prufupakka eða vinninginn sem er boðinn fram. Neytendur skrá þá inn greiðslukortaupplýsingar. Í öðrum tilkvikum fylgir reikningur sendingunni.
  • Yfirleitt eru ákvæði skilmála mjög óljós eða sett er inn með afar smáu letri og oft neðarlega á vefsíðuna að þegar neytandi þiggi gjöfina, vinninginn eða prufupakkann þá sé hann samtímis að skrá sig í áskrift þar sem mánaðarlega verði greiðslukortið skuldfært.
Umboðsmenn neytenda og forstjórar á Norðurlöndum eru: 
        • Henrik Øe, Danmörku 
        • Gry Nergård, Noregi 
        • Gunnar Larsson, Svíþjóð 
        • Päivi Hentunen, Finnlandi 
        • Tryggvi Axelsson, Íslandi 
        • Rannva Ragnasdòttir, Færeyjum.

Nánari upplýsingar veitir:

Neytendastofa veitir nánari upplýsingar s. 510 11 00. 
 

TIL BAKA