Fara yfir á efnisvæði

Söfn höfuðborgarsvæðisins

11.09.2014

Neytendastofa fór á söfn höfuðborgarsvæðisins í júní sl. til að kanna hvort verðmerkingar væru í samræmi við lög og reglur. Könnuninni var svo fylgt eftir núna í ágúst með seinni heimsókn. Farið var á Árbæjarsafn og á Sögusafnið Grandagarði en stofnunin hafði gert athugasemdir við þessi tvö söfn í fyrri ferð. Skoðað var hvort verðskrá væri sýnileg og hvort allar söluvörur væru verðmerktar.

Könnunin leiddi í ljós að bæði söfnin höfðu farið eftir fyrirmælum Neytendastofu og bætt verðmerkingar sínar.

Neytendastofa heldur stöðugt áfram eftirliti með verðmerkingum og hvetur neytendur eindregið til að koma ábendingum til skila í gegnum rafrænt ábendingakerfi stofnunarinnar á www.neytendastofa.is

TIL BAKA