IKEA innkallar GUNGGUNG barnarólu vegna slysahættu
16.09.2014
IKEA hvetur þá viðskiptavini sem eiga GUNGGUNG barnarólu að taka hana tafarlaust úr notkun og skila henni í IKEA verslunina þar sem hún verður endurgreidd að fullu. Ástæða innköllunarinnar er sú að IKEA hafa borist tilkynningar um að festingar rólunnar standist ekki öryggiskröfur og geti valdið slysum. GUNGGUNG barnarólan hefur verið seld á öllum IKEA mörkuðum frá 1. apríl 2014. Hægt er að skila GUNGGUNG rólunni í IKEA verslunina og fá hana endurgreidda að fullu. Ekki er nauðsynlegt að sýna kvittun til að fá endurgreitt. Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri í síma 520 2500 og á www.IKEA.is.