Fara yfir á efnisvæði

Suzuki bílar hf innkalla Suzuki Jimny

22.09.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Suzuki bílar hf um innköllun á 132 Suzuki Jimny bifreiðum framleiddir á tímabilinu 7. maí 2012 til 24. mars 2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að bolti fyrir hliðarstífu á hásingu getur losnað og orsakað titring upp í stýrishjól og í versta tilfelli getur boltinn dottið úr og við það verður stýrissvörun minni ef ökutækið er notað þannig.

Í tilkynningunni kemur fram að Suzuki bílar hf. hafi haft samband við viðeigandi bifreiðareigendur og að send verði út ítrekun til bifreiðareiganda um að koma inná verkstæði.

Neytendastofa hvetur bifreiðareigendur til að verða strax við innkölluninni og að leita til Suzuki bíla hf varðandi frekari upplýsinga.

TIL BAKA