Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Hilux

01.10.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi eina Hilux bifreið árgerð 2011 vegna hugsanlegs galla í stýri. Hættan var sú að það getur verið að bolti sem heldur milliöxli í stýrissúlu sé ekki rétt hertur.Það getur leitt til þess að los komi í stýri og ef bíllinn er notaður þannig í langan tíma getur stýrið rofnað. Viðgerð á bifreiðinni er lokið.

Hægt er að leita nánari upplýsinga hjá þjónustuveri Toyota í síma 570 5000.

TIL BAKA