Fara yfir á efnisvæði

Apótek Vesturlands sektað

03.10.2014

Neytendastofa kannaði verðmerkingar í verslunum og þjónustufyrirtækjum á Akranesi og Borgarnesi og gerði kröfur um endurbætur þar sem þörf var á.

Eitt þeirra fyrirtækja sem athugasemdir voru gerðar við var Apótek Vesturlands. Þegar skoðuninni var fylgt eftir voru verðmerkingar þar enn í slæmu ástandi og því hefur Neytendastofa nú sektað Apótek Vesturlands um 50.000 kr. Allar söluvörur eiga að vera verðmerktar með réttu söluverði. Á fyrirtækjum hvílir afdráttarlaus skylda til að hafa söluvörur verðmerktar. Hjá Apóteki Vesturlands voru niðurstöður í síðari skoðunar þær að verðmerkingum í apótekinu væri ábótavant auk þess sem eitthvað af snyrtivörur væru óverðmerktar. Þá voru í einhverjum tilvikum gerðar athugasemdir við samræmi milli hilluverðs og kassaverðs.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA