Fara yfir á efnisvæði

Úrskurður áfrýjunarnefnda

03.10.2014

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu nr. 7/2014.

Með ákvörðun Neytendastofu bannaði stofnunin notkun á auðkenninu Pizzafabrikkan og léninu pizzafabrikkan.is þar sem mikil hætta væri á ruglingi milli þess og vörumerkisins Fabrikkan sem er í eigu Nautafélagsins. Notkun á nafninu Pizzafabrikkan væri til þess fallin að gefa villandi upplýsingar um eignarétt og ábyrgð atvinnurekanda. Auk þess lá fyrir að Einkaleyfastofa hafði hafnað skáningu á orðmerkinu Pizzafabrikkan vegna ruglingshættu við vörumerki Nautafélagsins.

Í úrskurði áfrýjunarnefndar í máli nr. 4/2014 er fjallað um það að áfrýjunarnefndin telji vörumerkin ekki það lík að hætta sé á ruglingi auk þess sem þau starfa ekki á sama markaði. Því var ákvörðun Neytendastofu felld úr gildi.

Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.

TIL BAKA