Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar Lexus bifreiðar

17.10.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá frá Toyota á Íslandi um að innkalla þurfi 41 Lexus bifreiðar af gerðunum GS, IS og LS. Bifreiðarnar eru framleiddar á árunum 2005 til 2008. Ástæðan er að pakkning í samskeytum á eldsneytislögn og fæðiröri á vél getur farið að leka og skapar við það eldhættu í vélarrúmi.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf eða haft samband við þá símleiðis.

TIL BAKA