Fara yfir á efnisvæði

Nissan innkallar 41 Micru

27.10.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á Nissan Micra. Um er að ræða 41 bifreiða, árgerð 2010 - 2012. Ástæða innköllunarinnar er möguleg bilun í loftpúða bílanna ökumannsmegin. Bilunin lýsir sér í því að möguleiki er á að gas rás sem blása á púðann upp lokist með þeim afleiðingum að húsið sem geymir loftpúðann springi eða brotni og loftpúðinn virki ekki eðlilega, komi til áreksturs.

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf vegna þessarar innköllunar.

Nánari upplýsingar um innköllunina er hægt að nálgast hjá þjónustufulltrúum í þjónustuveri BL ehf.

TIL BAKA