Fara yfir á efnisvæði

Hekla innkallar Audi A4

31.10.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Heklu hf um innköllun á Audi A4 fólksbifreiðum. Um er að ræða 144 bifreiðar árgerð 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er sú að möguleiki er á að loftpúðar framan blásist ekki rétt upp við árekstur. Uppfæra þarf hugbúnaðinn í loftpúðastjórnboxinu.

Eigendur viðkomandi bíla munu frá send bréf vegna þessarar innköllunar. 

TIL BAKA