Fara yfir á efnisvæði

Varasöm snuddubönd á íslenskum markaði

03.11.2014

Neytendastofa vill vekja athygli á að neytendur vari sig á að kaupa snuðkeðjur eða snuddubönd sem eru of löng. Böndin mega ekki vera lengri en 22cm.

Neytendastofu hafa borist ábendingar um sölu á snudduböndum á Facebook síðum og jafnframt að hengd hafi verið upp á heilsugæslustöðvum auglýsing um sölu á snudduböndum þar sem hægt er að láta setja nafn barnsins. Snudduböndin virðast vera of löng og uppfylla því ekki kröfur staðla. Þar af leiðir böndin geta vafist um háls ungabarna og valdið kyrkingahættu. Ef að það verður slys þá getur söluaðilinn verið skaðabótaskyldur.

Neytendastofa hefur eftirlit með öryggi vöru, þ.m.t. barnavörum, við viljum hvetja fólk til að senda ábendingu inn á Mínar síður á heimasíðu Neytendastofu.

TIL BAKA