Fara yfir á efnisvæði

Sölubann og innköllun á barnafatnað frá Henson

06.11.2014

Fréttamynd

Neytendastofa fór í átaksverkefni til að kanna hvort að barnafatnaður væri ekki í lagi. En ákveðnar kröfur eru gerðar varðandi öryggi barnafatnaðar. Sem dæmi mega föt fyrir börn undir 7 ára ekki vera með bönd í hálsmálinu.

Eitt þeirra fyrirtækja sem athugasemdir voru gerðar við var Henson. Neytendastofa hefur nú lagt sölubann á fimm mismunandi gerðir af barnafatnaði frá Henson og krafist innköllunar á þeim. Um er að ræða þrjár hettupeysur með of löngum böndum í hettu. Rauð hettupeysa með svörtu fóðri í hettu, svört hettupeysa með bláu fóðri í hettu og hvít peysa með svörtu og brúnu lopapeysumunstri. Þá voru tvær buxur. Svartar buxur sem of löngum böndum í buxnastreng og skálmum og svartar buxur með of löngum böndum í buxnastreng. Sjá nánar myndir af fatnaðnum.

Ástæða innköllunar og sölubanns er að böndin í barnafatnaðnum eru of löng og uppfylla því ekki öryggiskröfur Henson þarf því að gera viðeigandi lagfæringar á flíkunum, afhenda kaupendum sambærilegar vörur eða greiða kaupendum andvirði vörunnar.Rétt er að vekja athygli á því að öll sala viðkomandi fatnaðar og afhending þeirra er bönnuð.

Löng bönd í flíkum barna hafa m.a. flækst í reiðhjólum, hurðum, bílhurðum og í leikvallatækjum. Þess konar atvik geta leitt til alvarlegra áverka og jafnvel til dauða. Athygli skal þó vakin á því að engar tilkynningar hafa borist Neytendastofu um slys af völdum fatnaðarins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér:

TIL BAKA