Fara yfir á efnisvæði

Samkaup innkallar gölluð ilmkerti

07.11.2014

Fréttamynd

Neytendastofa vill vekja athygli á innköllun teljósa með ilmi. Um er að ræða teljós sem hafa verið seld í verslununum Samkaup úrval, Samskaup strax, Nettó og Kaskó. Þetta eru fjórar gerðir kerta með fjórum ilmtegundum: jarðarberja, ferskju, vanillu og lín, hafa verið seld í 25 stykkja pokum. Teljósin eru frá framleiðandanum UTL – Usa Tealights Ltd. Tilkynnt hefur verið um eitt atvik þar sem að það blossaði mikill logi af kertinu og sá sem að var með kertið tók það upp og þá sprakk það með þeim afleiðingum að sá sem að hélt á kertinu fékk brunasár. Gallinn lýsir sér þannig er að það getur snögglega myndast mikill logi af kertinu.

Í tilkynningunni kemur fram að viðskiptavinir eru beðnir að kveikja ekki á teljósunum heldur skila þeim til einhverra ofangreindra verslana gegn fullri endurgreiðslu eða farga þeim með öruggum hætti. Kemur fram að strikamerki á umbúðum geta verið: 853791001059, 8537910010321, 8537910010328, 853791001035 eða 853791001066.

Neytendastofa hvetur fólk til þess að taka kertin umsvifalaust úr umferð og skila þeim í viðkomandi verslun.

TIL BAKA