Fara yfir á efnisvæði

Sektarákvarðanir staðfestar

07.11.2014

Neytendastofa hefur á þessu ári sektað 29 verslanir fyrir brot gegn verðmerkingarreglum. Húsasmiðjan Skútuvogi og Kostur kærðu sektarákvarðanir sínar til áfrýjunarnefndar neytendamála og fóru fram á að sektirnar yrði felldar úr gildi.

Áfrýjunarnefndin hefur nú staðfest báðar ákvarðanir Neytendastofu og þarf hvort verslun því að greiða 350.000 kr. stjórnvaldssekt samkvæmt ákvörðun Neytendastofu.

Úrskurð vegna Húsasmiðjunnar má lesa hér.
Úrskurð vegna Kosts má lesa hér.

TIL BAKA