Fara yfir á efnisvæði

Innköllun Bibi snuða

18.11.2014

FréttamyndNeytendastofa vill vekja athygli á innköllun nýrrar tegundar Bibi snuða frá Nuggi, All new generation soothers, snuðið er frekar gegnsætt í útliti og ekki með snuðhaldi. 

Umboðsaðili Bibi á Íslandi, Ýmus ehf, hefur innkallað öll snuð úr verslunum hér á landi en fjögur eintök gætu hugsanlega hafa verið seld áður en til innköllunarinnar kom. Þá er ekki vitað hvort varan hafi borist til landsins með öðrum leiðum.Ástæða innköllunarinnar er köfnunarhætta þar sem túttan á snuðinu getur losnað við sogkraft eða bit barnsins. 


Neytendastofa hvetur þá neytendur sem eiga þessa vöru að hætta notkun hennar nú þegar.

TIL BAKA