Fara yfir á efnisvæði

Bílabúð Benna innkallar 67 Chevrolet Spark

25.11.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Bílabúð Benna ehf. um innköllun á 67 Chevrolet Spark árgerð 2013-2014.

Chevrolet hefur uppgötvað hugsanlega bilun í gírkassapúða í viðkomandi bílum. Ef bilunarinnar verður vart þá getur gírkassinn færst til og þá gæti mögulega driföxull farið úr sambandi og bifreiðin því orðið óökuhæf. Skipt verður um gírkassapúða eiganda að kostnaðarlausu.

Viðkomandi bifreiðaeigendum hefur nú þegar verið sent bréf vegna þessarar innköllunar.

Samkvæmt tilkynningunni er hægt að fá nánari upplýsingar um innköllunina hjá þjónustufulltrúum í verkstæðismóttöku Bílabúðar Benna ehf.

TIL BAKA