Fara yfir á efnisvæði

Brimborg ehf innkallar Volvo XC60

25.11.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Brimborg ehf. um innköllun á 87 Volvo xc60 bifreiðum af árgerðinni 2013-2015. Ástæða innköllunarinnar er að bilun getur komið fram í sjálfvirkum búnaði fyrir opnun/lokun á afturhlera, það getur gerst á meðan hleri er að opnast/lokast og valdið því að hleri festist hálf opinn.

 

Viðkomandi bifreiðareigendur munu fá sent bréf frá Brimborg vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA