Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar Nissan Qashqai

28.11.2014

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf. um innköllun á 59 Nissan Qashqai bifreiðum af árgerðinni 2013-2014. Ástæða innköllunarinnar er að í versta tilfelli getur dráttarbeisli losnað frá body, semsagt boltafestingar og rær á dráttarbeislisfestingunum geta losnað frá með þessum afleiðingum. Skipta þarf um bolta og gaddaskinnur á þeim bílum sem eru með beisli frá Nissan.

Samkvæmt BK ehf. munu eigendur viðkomandi bíla frá send bréf vegna þessarar innköllunar. 

TIL BAKA