Fara yfir á efnisvæði

Toyota innkallar 613 bifreiðar

02.12.2014

Fréttamynd

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá Toyota á Íslandi að innkalla þurfi 613 Toyota bíla af gerðunum Auris, Corolla, Urban Cruiser og Yaris af árgerðinni 2008 - 2014.

Ástæða innköllunarinnar er að olíusori úr túrbínu sem á að fara inn á vélina gegnum sogkerfið og brenna þar með eldsneytinu getur safnast saman í eftirkæli. Ef þessi uppsafnaði olíusori losnar skyndilega getur það leitt til þess að brunahólf fyllist. Ef brunahólf fyllist stoppar vélin og brotnar sem getur leitt til hættu í akstri. Til að koma í veg fyrir þetta þarf að breyta eftirkæli í sumum af þessum bílum og uppfæra tölvuforrit í öðrum.

Toyota mun eins fljótt og auðið er senda bréf vegna þessarar innköllunar á alla viðeigandi bifreiðareigendur.

TIL BAKA