Fara yfir á efnisvæði

Heitið Iceland taxi tours

05.12.2014

Neytendastofa hefur lokið ákvörðun í máli þar sem Iceland taxi kvartaði yfir heitinu Iceland taxi tours og léninu icelandtaxitours.is

Iceland taxi, sem rekið hefur leigubílastarfsemi undir heitinu frá árinu 2002, kvartaði yfir notkun Iceland taxi tours á því heiti og léninu icelandtaxitours.is vegna þess að heitið sé til þess fallið að valda mikilli hættu á ruglingi milli félaganna.

Í ákvörðuninni er um það fjallað að Neytendastofa telji heitið almennt og lýsandi og því geti eitt fyrirtæki ekki notið einkaréttar á því. Þá er jafnframt um það fjallað að líkindi með myndmerkjum fyrirtækjanna séu það lítil að ekki sé hætta á ruglingi milli fyrirtækjanna. 

Neytendastofa taldi því ekki ástæðu til að banna notkun heitisins eða lénsins.

Ákvörðunina má lesa í heild sinni hér.


TIL BAKA