Fara yfir á efnisvæði

Bernhard ehf innkallar 215 Honda bifreiðar

08.12.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá Bernhard ehf að innkalla þurfi 215 Honda bifreiðar af gerðunum CR-V, Civic, Jazz, Accord og Stream af árgerðinni 2002-2003.

Ástæða innköllunarinnar er að við árekstur þenst loftpúði út farþegamegin og getur vegna óeðlilegs innri þrýstings í púðanum umgjörð púðans brotnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Tekið skal fram að ekki er vitað um nein meiðsl á eigendum Honda bifreiða af þessum tegundum og árgerðum á Íslandi.

Bernhard hefur þegar sent viðeigandi bifreiðareigendum bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA