Fara yfir á efnisvæði

BL ehf innkallar 99 Nissan Leaf bíla

12.12.2014

FréttamyndNeytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 99 Nissan Leaf bíla af árgerðinni 2013-2014.

Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggis smella sem fest er við stýrislið að neðan til að viðhalda réttri stillingu gæti hafa færst úr stað í samsetningu í verksmiðju. Án þessarar smellu er aukin hætta á að stilling á lið niðrá stýrisstöng sé ekki rétt. Þó svo að stilling sé nægileg til að stýri virki eðlilega þá getur sú staða komið upp þegar mikið er lagt á horn í horn á lágum hraða þá getur það aukið líkur á að losni uppá bolta. Í alverstu tilfellum gæti stýrið farið úr sambandi.

Bl ehf mun senda viðeigandi bifreiðareigendum bréf vegna þessarar innköllunar.

TIL BAKA